Námskrávefur grunnskóladeildar
Auðarskóli
  • Forsíða
  • Námsvísar
    • Viðmiðunarstundarskrá
    • Yngsta stig >
      • Íslenska (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. b.
      • Erlend tungumál (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1. - 4. b.
      • List- og verkgreinar (y) >
        • Megintilgangur
        • Listgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 1. - 4. b.
        • Verkgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 1.- 4. b.
      • Náttúrufræðigreinar (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.-4. b
      • Skólaíþróttir (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
      • Samfélagsgreinar (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
      • Stærðfræði (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
      • Upplýsinga- og tæknimennt (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
    • Miðstig >
      • Íslenska (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5. - 7. b
      • Erlend tungumál (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5. - 7. b.
      • List- og verkgreinar (m) >
        • Megintilgangur
        • Listgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 5. - 7. b.
        • Verkgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 5. - 7. b.
      • Náttúrufræðigreinar (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.-7. b
      • Skólaíþróttir (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. árgangur
      • Samfélagsgreinar (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. árgangur
      • Stærðfræði (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. b
      • Upplýsinga og tæknimennt (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. árgangur
    • Efsta stig >
      • Íslenska (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8. - 10. b
      • Erlend tungumál (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8. - 10. b.
      • List- og verkgreinar (e) >
        • Megintilgangur
        • Listgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 8. - 10. b.
        • Verkgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 8. - 10. b.
      • Náttúrufræði (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.-10. b
      • Skólaíþróttir (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. b
      • Samfélagsgreinar (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. árgangur
      • Stærðfræði (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. b
      • Upplýsinga- og tæknimennt (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. árgangur
  • Námsmat
    • Leiðarljós í námsmati
    • Leiðsagnarmat
    • Nemenda- og foreldraviðtöl
  • Lykilhæfni
    • Lykilhæfni í Auðarskóla
    • Hæfniviðmið fyrir lykilhæfni
  • Grunnþættirnir
    • Læsi
    • Heilbrigði og velferð
    • Lýðræði og mannréttindi
    • Jafnrétti
    • Sjálfbærni
    • Sköpun

Námsframvinda

Áætluð árleg námsframvinda í íslensku með markmiðum, námsefni, heimanámi og kennslutilhögun fyrir 1. - 4. námsár skólans.

Fyrsta námsár
uppfært í september 2021

Markmið:
  • Að nemandi nái valdi á frumþáttum móðurmáls, þ.e. töluðu máli og hlustun, lestri og ritun, eftir því sem þroski þeirra leyfir. Þessir þættir styðja hvern annan, tengjast og skarast.
  • Að nemandi læri að bera virðingu fyrir málinu, geti tjáð öðrum skoðanir sínar og auki orðaforða sinn.
  • Að nemandi þjálfist í að nota hugtök íslenskunnar s.s. bókstafir, orð, setningar og rím.
  • Að nemandi læri heiti og hljóð stafanna og nái að tengja saman.
  • Að þroska og þjálfa skrift og ritun sem nýtist í skólastarfinu og síðar í lífinu.

Námsefni:  Lestrarlandið 1 og 2. Ýmsar léttlestrarbækur, ýmis verkefni, skrift, kennsluforrit og
myndbönd, markviss málörvun, sögur, kvæði og þulur.

Kennslutilhögun: Í upphafi verður lögð áhersla á málörvun, heiti og hljóð stafanna, lestrarþjálfun og að draga til stafs.

Heimanám: Daglegur heimalestur og létt ritun í tengslum við lesturinn.

Námsmat: Vinna og verkefni nemenda verða metin jafnt og þétt af kennara. Stafakönnun lögð fyrir í september og eftir þörfum. Skimunarpróf - Leið til læsis lagt fyrir í október ásamt Tove Krogh þroskaprófi og eftirfylgnipróf. Lestrarpróf MMS í janúar og að vori. 
​
Nánari upplýsingar má finna á mentor.

Annað námsár
uppfært í september 2021
Unnið er eftir metanlegum hæfniviðmiðum við lok 4. bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla fyrir 2. - 4. námsár. Í Mentor eru lotur fyrir námsgreinarnar. Undir hverri lotu eru verkefni og skráð er á verkefnið hvaða viðmiðum er unnið að hverju sinni og eins hvernig nemanda gengur að ná viðmiðum.
Markmið: 
  • Að nemendur nái valdi á frumþáttum móðurmáls, þ.e. töluðu máli og hlustun,  lestri og ritun, eftir því sem þroski þeirra leyfir. Þessir þættir styðja hvern annan, tengjast og skarast.
  • Að nemendur læri að bera virðingu fyrir málinu og geti tjáð öðrum skoðanir sínar.
  • Að þroska og þjálfa skrift og ritun sem nýtist þeim í skólastarfinu og síðar í lífinu.

Námsefni: Lestarefni við hæfi hver og eins, Ritrún 1, Litla lesrún, Við lesum B les- og vinniubók, valin verkefni í málfræði og ritun, valið efni í réttritun, Góður, betri bestur í skrift. Ljóð og sögur, Orðaforðaverkefni, hlustunarefni af mms.is

Kennslutilhögun:  Í lestrarþjálfun er áhersla lögð á upplestur og að sá sem hlýðir á kvitti fyrir áheyrnina. Reglulega verða frjálslestrarstundir í skóla. Í heimanámi verður daglegur lestur þar sem áhersla er lögð á upplestur og að sá sem á hlýðir kvitti fyrir áheyrnina. Í bókmenntum og ljóðum eru unnin skrifleg og munnleg verkefni ásamt myndrænni úrvinnslu, ýmist í hóp- eða einstaklingsvinnu og áhersla lögð á umræður.  Í tjáningu/hlustun þjálfa nemendur framsögn og hlustun með fjölbreyttum verkefnum, s.s. ljóðum, sögum, frumsömdu efni, efni á hljóðdiskum/ myndböndum.  Í ritun verða unnin fjölbreytt verkefni. Áhersla verður áfram lögð á vandaða skrift og einfalda uppbyggingu texta. Í skriftarnámi er áhersla lögð á samræmi í stafagerð og hæð stafa, jafnan halla, að stafir haldi línu og vandaðan frágang.  Grundvallarhugtök í málfræði eru þjálfuð og markvisst verður unnið með réttritun, t.d. samhliða heimalestri.  Kennsluaðferðir eru blandaðar, unnið er út frá innlögn frá kennara, hópstarfi og einstaklingsmiðuðu námi.Miðað er því að efla samvinnu, sjálfstæði og frumkvæði.

Heimanám:  Daglegur heimalestur. Skrift og ritun á köflum og annað heimanám eftir þörfum.

Námsmat:  Símat, sjálfsmat, ýmis námsmatsverkefni/próf og lesfimikannanir.

​
Nánari upplýsingar má finna á mentor.

Þriðja námsár
uppfært í september 2021
Unnið er eftir metanlegum hæfniviðmiðum við lok 4. bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla fyrir 2. - 4. námsár. Í Mentor eru lotur fyrir námsgreinarnar. Undir hverri lotu eru verkefni og skráð er á verkefnið hvaða viðmiðum er unnið að hverju sinni og eins hvernig nemanda gengur að ná viðmiðum.

Markmið: 
Lestur, framsögn, bókmenntir og ljóð. Að nemandi:
  • auki lestrarhæfni sína, bæði í hraða og skilningi,
  • lesi skýrt og áheyrilega,
  • kynnist mismunandi bókmenntum, sögum og ljóðum,
  • auki lestrarskilning úr lesnum textum með ýmsum úrvinnslu möguleikum,
Stafsetning, ritun og málfræði. Að nemandi:
  • skrifi sögur og ljóð sér og öðrum til ánægju,
  • kunni stafrófið og geti raðað orðum í stafrófsröð,
  • æfist í að skrifa eftir upplestri og orðrétt eftir texta,
  • kunni skil á kyni og greini nafnorða,
Skrift. Að nemandi:
  • haldi rétt á skriffæri og dragi rétt til stafs
  • skrifi skýrt og læsilega
  • skilji mikilvægi þess að vanda sig

Námsefni:  Ýmsar lestrarbækur við hæfi hvers og eins, Litla Lesrún, lesrún, Ritrún 2, ýmis verkefni í málfræði, ritun og réttritun, Góður, betri, bestur 3A og B í skrift, orðaforðaverkefni, hlustunarefni af mms.is

Kennslutilhögun: Í lestrarþjálfun er áhersla lögð á upplestur daglega í skóla. Æfður verður hljóðlestur, samlestur og unnið með lesskilning. Reglulega verða frjálslestrarstundir í skóla.
Í heimanámi verður daglegur lestur þar sem áhersla er lögð á upplestur og að sá sem á hlýðir kvitti fyrir áheyrnina.
Í bókmenntum og ljóðum eru unnin skrifleg og munnleg verkefni ásamt myndrænni úrvinnslu, ýmist í hóp- eða einstaklingsvinnu og áhersla lögð á umræður. 
Í tjáningu/hlustun þjálfa nemendur framsögn og hlustun með fjölbreyttum verkefnum, s.s. ljóðum, sögum, frumsömdu efni, efni á hljóðdiskum/ myndböndum.
Í ritun verða unnin fjölbreytt verkefni. Áhersla verður áfram lögð á vandaða skrift og einfalda uppbyggingu texta. Í skriftarnámi er áhersla lögð á samræmi í stafagerð og hæð stafa, jafnan halla, að stafir haldi línu og vandaðan frágang. 
Grundvallarhugtök í málfræði eru þjálfuð og markvisst verður unnið með réttritun.
Kennsluaðferðir eru blandaðar, unnið er út frá innlögn frá kennara, hópstarfi, paravinnu og einstaklingsmiðuðu námi. Miðað að því að efla samvinnu, sjálfstæði og frumkvæði.

Heimanám:  Daglegur heimalestur. Skrift og ritun á köflum og annað heimanám eftir þörfum.

Námsmat: Símat, sjálfsmat, ýmis námsmatsverkefni/próf og lesfimikannanir.


​Nánari upplýsingar má finna á mentor.

Fjórða námsár
uppfært í september 2021
Unnið er eftir metanlegum hæfniviðmiðum við lok 4. bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla fyrir 2. - 4. námsár. Í Mentor eru lotur fyrir námsgreinarnar. Undir hverri lotu eru verkefni og skráð er á verkefnið hvaða viðmiðum er unnið að hverju sinni og eins hvernig nemanda gengur að ná viðmiðum.

Markmið: 
Lestur, framsögn, bókmenntir og ljóð. Að nemandi:
  • auki lestrarhæfni sína bæði í hraða og skilningi, 
  • lesi skýrt og áheyrilega,
  • kynnist mismunandi bókmenntum, sögum og ljóðum,
  • auki lestrarskilning úr lesnum textum með ýmsum úrvinnslu möguleikum,
 
Stafsetning, ritun og málfræði. Að nemandi:
  • skrifi sögur og ljóð sér og öðrum til ánægju,
  • kunni stafrófið og geti raðað orðum í stafrófsröð,
  • æfist í að skrifa eftir upplestri og orðrétt eftir texta,
  • kunni skil á kyni og greini nafnorða,
  • læri undirstöðuaðtriðin í orðflokkagreiningu, fallbeygingu nafnorða og stigbreytingu lýsingarorða.
Skrift. Að nemandi:
  • haldi rétt á skriffæri og dragi rétt til stafs
  • skrifi skýrt og læsilega
  • skilji mikilvægi þess að vanda sig

Námsefni:  Ýmsar lestrarbækur við hæfi hvers og eins ásamt vinnubókum þar sem við á, Lesrún, Ritrún 3, valin verkefni í málfræði ritun og réttritun, Góður betri bestur 4A og B í skrift, orðaforðaverkefni, hlustunarefni af mms.is

Kennslutilhögun:Í lestrarþjálfun er áhersla lögð á upplestur daglega í skóla. Æfður verður hljóðlestur, samlestur og unnið með lesskilning. Reglulega verða frjálslestrarstundir í skóla.
Í heimanámi verður daglegur lestur þar sem áhersla er lögð á upplestur og að sá sem á hlýðir kvitti fyrir áheyrnina.
Í bókmenntum og ljóðum eru unnin skrifleg og munnleg verkefni ásamt myndrænni úrvinnslu, ýmist í hóp- eða einstaklingsvinnu og áhersla lögð á umræður. 
Í tjáningu/hlustun þjálfa nemendur framsögn og hlustun með fjölbreyttum verkefnum, s.s. ljóðum, sögum, frumsömdu efni, efni á hljóðdiskum/ myndböndum.
Í ritun verða unnin fjölbreytt verkefni. Áhersla verður áfram lögð á vandaða skrift og einfalda uppbyggingu texta. Í skriftarnámi er áhersla lögð á samræmi í stafagerð og hæð stafa, jafnan halla, að stafir haldi línu og vandaðan frágang. 

Grundvallarhugtök í málfræði eru þjálfuð og markvisst verður unnið með réttritun.
Kennsluaðferðir eru blandaðar, unnið er út frá innlögn frá kennara, hópstarfi, paravinnu og einstaklingsmiðuðu námi. Miðað að því að efla samvinnu, sjálfstæði og frumkvæði.

Heimanám: Daglegur heimalestur. Skrift og ritun á köflum og annað heimanám eftir þörfum.

Námsmat: Símat, sjálfsmat, ýmis námsmatsverkefni/próf og lesfimikannanir.

Nánari upplýsingar má finna á mentor.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.