Námskrávefur grunnskóladeildar
Auðarskóli
  • Forsíða
  • Námsvísar
    • Viðmiðunarstundarskrá
    • Yngsta stig >
      • Íslenska (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. b.
      • Erlend tungumál (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1. - 4. b.
      • List- og verkgreinar (y) >
        • Megintilgangur
        • Listgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 1. - 4. b.
        • Verkgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 1.- 4. b.
      • Náttúrufræðigreinar (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.-4. b
      • Skólaíþróttir (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
      • Samfélagsgreinar (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
      • Stærðfræði (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
      • Upplýsinga- og tæknimennt (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
    • Miðstig >
      • Íslenska (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5. - 7. b
      • Erlend tungumál (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5. - 7. b.
      • List- og verkgreinar (m) >
        • Megintilgangur
        • Listgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 5. - 7. b.
        • Verkgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 5. - 7. b.
      • Náttúrufræðigreinar (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.-7. b
      • Skólaíþróttir (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. árgangur
      • Samfélagsgreinar (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. árgangur
      • Stærðfræði (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. b
      • Upplýsinga og tæknimennt (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. árgangur
    • Efsta stig >
      • Íslenska (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8. - 10. b
      • Erlend tungumál (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8. - 10. b.
      • List- og verkgreinar (e) >
        • Megintilgangur
        • Listgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 8. - 10. b.
        • Verkgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 8. - 10. b.
      • Náttúrufræði (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.-10. b
      • Skólaíþróttir (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. b
      • Samfélagsgreinar (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. árgangur
      • Stærðfræði (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. b
      • Upplýsinga- og tæknimennt (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. árgangur
  • Námsmat
    • Leiðarljós í námsmati
    • Leiðsagnarmat
    • Nemenda- og foreldraviðtöl
  • Lykilhæfni
    • Lykilhæfni í Auðarskóla
    • Hæfniviðmið fyrir lykilhæfni
  • Grunnþættirnir
    • Læsi
    • Heilbrigði og velferð
    • Lýðræði og mannréttindi
    • Jafnrétti
    • Sjálfbærni
    • Sköpun

Námsframvinda í verkgreinum á yngsta stigi


Fyrsta námsár
Uppfært í október 2019
T e x t í l m e n n t
Markmið: 
Nemandi geti nýtt sér nokkrar vinnuaðferðir greinarinnar og geti beitt til þess einföldum áhöldum.
Nemandi geri sér grein fyrir hvernig hugmynd verður að hlut.
Nemandi læri hugtök og heiti sem tengjast viðfangsefninu og geti unnið eftir leiðbeiningum kennara.


Námsefni:  Nálar, garn, prjónar, saumavél, tau, litir og fleira þessu tengt.

Kennslutilhögun:  Nemendur vinna skylduverkefni hver fyrir sig þar sem þau læra mismunandi sporgerðir í útsaumi og undirstöðuatriði í sambandi við saumavél. Nemendur tileinka sé nokkur hugtök textílfræðinnar. Lögð verður áhersla á að nemendur læri að umgangast efni og beita áhöldum á réttan hátt, bæði við vinnu og er þau ganga frá eftir sig. Tvær  kennslustundir á viku, hálft skólaárið. Nánari uppfærslur má finna á mentor.

Heimanám:  Ekkert.

Námsmat:  Námsmat verður byggt á ástundun og hegðun í tímum, vinnubrögðum og vandvirkni. Við mat á verkefnum nemenda er tekið tillit til þátta eins og framfara, sjálfstæðis, frumkvæðis og samstarfshæfni. Námsmat fer fram jafnt og þétt allan veturinn og flokkast því undir símat sem síðan er hluti af leiðsagnarmati.

​
H e i m i l i s f r æ ð i
Markmið: 
Nemandi á að geta notað einföld áhöld og tæki og vita hvað ber að varast við notkun þeirra.
Nemandi temji sér að vinna í sátt og samlyndi.
Nemandi temji sér hreinlæti í verki og beri ábyrgð á frágangi eftir sig.
Nemandi fái þjálfun í að fara eftir einföldum uppskriftum og fyrirmælum.
Nemandi geri sér grein fyrir að góð næring er undirstaða góðrar heilsu.


Námsefni:  Gott og gaman,  Heimilisfræði fyrir byrjendur,  Fæðuhringurinn veggspjald og  Komdu og skoðaðu eldhúsið.

Kennslutilhögun:  Nemendum er skipt í hópa og hver hópur fær skilgreint verkefni, oft skriflegt í formi ákveðinnar uppskriftar eða munnlegrar sem útheimtir leit í námsgögnum. Mikil áhersla er lögð á samvinnu nemenda innan hóps. Verkleg og bókleg verkefni. Tvær  kennslustundir á viku, hálft skólaárið. Nánari uppfærslur má finna á mentor.

Heimanám:  Ekkert.

Námsmat:  Námsmat verður byggt á ástundun og hegðun í tímum, vinnubrögðum og vandvirkni. Þá eru einnig verkefni og vinnubækur nemenda metnar. Námsmat fer fram jafnt og þétt allan veturinn og flokkast því undir símat sem síðan er hluti af leiðsagnarmati.
​


H ö n n u n  o g  s m í ð i
Markmið:        
  • Geti búið til nytjahluti með listrænum áherslum.
  • Sýni skilning á mikilvægi þess að fylgja vinnureglum á vinnustað.
  • Geri verkefni sín persónuleg með eigin hugmyndum.
  • Sýni vinnu annara virðingu.
  • Þekki og þjálfast í notkun einföldustu verkfæra​
      
Kennslutilhögun: Verkleg kennsla í smíðastofu.
 
Heimanám: Ekkert.

Annað námsár
Uppfært í október 2019
T e x t í l m e n n t
Markmið:
Nemandi geti nýtt sér nokkrar vinnuaðferðir greinarinnar og geti beitt til þess einföldum áhöldum.
Nemandi geri sér grein fyrir hvernig hugmynd verður að hlut.
Nemandi læri hugtök og heiti sem tengjast viðfangsefninu og geti unnið eftir leiðbeiningum kennara.

Námsefni:  Nálar, garn, prjónar, saumavél, tau, litir og fleira þessu tengt.

Kennslutilhögun:  Nemendur vinna skylduverkefni hver fyrir sig þar sem þau læra mismunandi sporgerðir í útsaumi og undirstöðuatriði í sambandi við saumavél. Nemendur tileinka sé nokkur hugtök textílfræðinnar. Lögð verður áhersla á að nemendur læri að umgangast efni og beita áhöldum á réttan hátt, bæði við vinnu og er þau ganga frá eftir sig. Tvær  kennslustundir á viku, hálft skólaárið. Nánari uppfærslur má finna á mentor.

Heimanám:  Ekkert.

Námsmat:  Námsmat verður byggt á ástundun og hegðun í tímum, vinnubrögðum og vandvirkni. Við mat á verkefnum nemenda er tekið tillit til þátta eins og framfara, sjálfstæðis, frumkvæðis og samstarfshæfni. Námsmat fer fram jafnt og þétt allan veturinn og flokkast því undir símat sem síðan er hluti af leiðsagnarmati.

​
H e i m i l i s f r æ ð i
Markmið:
Nemandi á að geta notað einföld áhöld og tæki og vita hvað ber að varast við notkun þeirra.
Nemandi temji sér að vinna í sátt og samlyndi.
Nemandi temji sér hreinlæti í verki og beri ábyrgð á frágangi eftir sig.
Nemandi fái þjálfun í að fara eftir einföldum uppskriftum og fyrirmælum.
Nemandi geri sér grein fyrir að góð næring er undirstaða góðrar heilsu.

Námsefni:  Hollt og gott 1, Fæðuhringurinn veggspjald og  Komdu og skoðaðu eldhúsið

Kennslutilhögun:  Nemendum er skipt í hópa og hver hópur fær skilgreint verkefni, oft skriflegt í formi ákveðinnar uppskriftar eða munnlegrar sem útheimtir leit í námsgögnum. Mikil áhersla er lögð á samvinnu nemenda innan hóps. Verkleg og bókleg verkefni. Tvær kennslustundir á viku, hálft skólaárið. Nánari uppfærslur má finna á mentor.

Heimanám:  Ekkert.

Námsmat:  Námsmat verður byggt á ástundun og hegðun í tímum, vinnubrögðum og vandvirkni. Þá eru einnig verkefni og vinnubækur nemenda metnar. Námsmat fer fram jafnt og þétt allan veturinn og flokkast því undir símat sem síðan er hluti af leiðsagnarmati.


H ö n n u n  o g  s m í ð i
Markmið:        
  • Geti búið til nytjahluti með listrænum áherslum.
  • Sýni skilning á mikilvægi þess að fylgja vinnureglum á vinnustað.
  • Geri verkefni sín persónuleg með eigin hugmyndum.
  • Sýni vinnu annara virðingu.
  • Þekki og þjálfast í notkun einföldustu verkfæra.
  • Hannað og teiknað smíðaverkefni í tvívídd.​      
                
Kennslutilhögun:
Verkleg kennsla í smíðastofu
 
Heimanám:
Ekki áætlað.

Námsmat:
Námsmat verður byggt á ástundun og hegðun í tímum, vinnubrögðum og vandvirkni.  Þá eru einnig verkefni metin.  Námsmat fer fram jafnt og þétt allan veturinn og flokkast því undir símat.



Þriðja námsár
Uppfært í október 2019
T e x t i l m e n n t
Markmið:
Nemandi geti nýtt sér nokkrar vinnuaðferðir greinarinnar og geti beitt til þess einföldum áhöldum.
Nemandi læri hugtök og heiti sem tengjast viðfangsefninu og geti unnið eftir leiðbeiningum kennara.
Nemandi þrói hugmynd að hlut og útfæri skreytingar.
Nemendur geri sér grein fyrir að hvert tímabil hefur sín einkenni með áherslu á nýtingu ullarinnar.
Nemandi skoði og meti eigin verk og annarra út frá fagurfræði og rökstyðji matið.

Námsefni:  Nálar, prjónar, garn, saumavél, tau, litir og fleira þessu tengt.

Kennslutilhögun:  Nemendur vinna skylduverkefni hver fyrir sig þar sem þau læra mismunandi sporgerðir í útsaumi og áfram verður unnið með saumavélina. Nemendur tileinka sé nokkur hugtök textílfræðinnar og æfa sig í að vinna eftir skriflegum leiðbeiningum. Lögð verður áhersla á að nemendur læri að umgangast efni og beita áhöldum á réttan hátt, bæði við vinnu og er þau ganga frá eftir sig. Tvær kennslustundir á viku, hálft skólaárið. Nánari uppfærslur má finna á mentor.

Heimanám:  Ekkert.

Námsmat:  Námsmat verður byggt á ástundun og hegðun í tímum, vinnubrögðum og vandvirkni. Við mat á verkefnum nemenda er tekið tillit til þátta eins og framfara, sjálfstæðis, frumkvæðis og samstarfshæfni. Tekið er tillit til sjálfsmats nemenda. Námsmat fer fram jafnt og þétt allan veturinn og flokkast því undir símat sem síðan er hluti af leiðsagnarmati.

​
H e i m i l i s f r æ ð i
Markmið:
​Nemandi á að geta notað einföld áhöld og tæki og vita hvað ber að varast við notkun þeirra.
Nemandi temji sér að vinna í sátt og samlyndi.
Nemandi temji sér hreinlæti í verki og beri ábyrgð á frágangi eftir sig.
Nemandi fái þjálfun í að fara eftir einföldum uppskriftum og fyrirmælum.
Nemandi geri sér grein fyrir að góð næring er undirstaða góðrar heilsu.

Námsefni: Hollt og gott 2,  Fæðuhringurinn veggspjald og  Komdu og skoðaðu eldhúsið

Kennslutilhögun: Nemendum er skipt í hópa og hver hópur fær skilgreint verkefni, oft skriflegt í formi ákveðinnar uppskriftar eða munnlegrar sem útheimtir leit í námsgögnum. Mikil áhersla er lögð á samvinnu nemenda innan hóps. Verkleg og bókleg verkefni. Tvær  kennslustundir á viku, hálft skólaárið. Nánari uppfærslur má finna á mentor.

Heimanám: Ekkert.

Námsmat: Námsmat verður byggt á ástundun og hegðun í tímum, vinnubrögðum og vandvirkni. Tekið er tillit til sjálfsmats nemenda. Námsmat fer fram jafnt og þétt allan veturinn og flokkast því sem símat sem síðan er hluti af leiðsagnarmati. Þá eru einnig verkefni og vinnubækur nemenda metnar.
​

H ö n n u n  o g  s m í ð i
Markmið:        
  • Geti nýtt sér mismunandi efnivið í smíðagripi.
  • Geti valið og notað yfirborðsefni við hæfi verkefna sinna.
  • Geri sér grein fyrir hugtakinu tækni.
  • Geti sett útlitshönnun í samband við notkunarsvið hlutar.
  • Vinni hluti til heimilisnota úr ferskum trjávið.
  • Geti unnið í hópi að þarfalausnum.
  • Móti smíðagrip eftir smekk og viðhorfum.
  • Sýni ábyrga umgengni og fari eftir almennum reglum í smíðastofunni.
  • Hafi þroskað með sér gæðamat.










Kennslutilhögun:
Verkleg kennsla í smíðastofu.

Heimanám:
Ekki fyrirhugað.
 
Námsmat:
Námsmat verður byggt á ástundun og hegðun í tímum, vinnubrögðum og vandvirkni.  Tekið er tillit til sjálfsmats nemenda.  Námsmat fer fram jafnt og þétt allan veturinn og flokkast því sem símat. Þá eru einnig verkefni nemenda metin.

Fjórða námsár
Uppfært í október 2019
T e x t i l m e n n t
Markmið:
Nemandi geti nýtt sér nokkrar vinnuaðferðir greinarinnar og geti beitt til þess einföldum áhöldum.
Nemandi læri hugtök og heiti sem tengjast viðfangsefninu og geti unnið eftir leiðbeiningum kennara.
Nemandi þrói hugmynd að hlut og útfæri skreytingar.
Nemendur geri sér grein fyrir að hvert tímabil hefur sín einkenni með áherslu á nýtingu ullarinnar.
Nemandi skoði og meti eigin verk og annarra út frá fagurfræði og rökstyðji matið.

Námsefni:  Nálar, prjónar, garn, saumavél, tau, litir og fleira þessu tengt.

Kennslutilhögun:  Nemendur vinna skylduverkefni hver fyrir sig þar sem þau læra mismunandi sporgerðir í útsaumi og áfram verður unnið með saumavélina. Nemendur tileinka sé nokkur hugtök textílfræðinnar og æfa sig í að vinna eftir skriflegum leiðbeiningum. Lögð verður áhersla á að nemendur læri að umgangast efni og beita áhöldum á réttan hátt, bæði við vinnu og er þau ganga frá eftir sig. Tvær kennslustundir á viku, hálft skólaárið. Nánari uppfærslur má finna á mentor.

Heimanám:  Ekkert.

Námsmat:  Námsmat verður byggt á ástundun og hegðun í tímum, vinnubrögðum og vandvirkni. Við mat á verkefnum nemenda er tekið tillit til þátta eins og framfara, sjálfstæðis, frumkvæðis og samstarfshæfni. Tekið er tillit til sjálfsmats nemenda. Námsmat fer fram jafnt og þétt allan veturinn og flokkast því undir símat sem síðan er hluti af leiðsagnarmati.


H e i m i l i s f r æ ð i
Markmið:
Nemandi á að geta notað einföld áhöld og tæki og vita hvað ber að varast við notkun þeirra.
Nemandi temji sér að vinna í sátt og samlyndi.
Nemandi temji sér hreinlæti í verki og beri ábyrgð á frágangi eftir sig.
Nemandi fái þjálfun í að fara eftir einföldum uppskriftum og fyrirmælum.
Nemandi geri sér grein fyrir að góð næring er undirstaða góðrar heilsu.

Námsefni:  Hollt og gott 3,  Fæðuhringurinn veggspjald og  Komdu og skoðaðu eldhúsið

Kennslutilhögun:  Nemendum er skipt í hópa og hver hópur fær skilgreint verkefni, oft skriflegt í formi ákveðinnar uppskriftar eða munnlegrar sem útheimtir leit í námsgögnum. Mikil áhersla er lögð á samvinnu nemenda innan hóps. Verkleg og bókleg verkefni. Tvær kennslustundir á viku, hálft skólaárið. Nánari uppfærslur má finna á mentor.

Heimanám:  Ekkert.

Námsmat:  Námsmat verður byggt á ástundun og hegðun í tímum, vinnubrögðum og vandvirkni. Tekið er tillit til sjálfsmats nemenda. Námsmat fer fram jafnt og þétt allan veturinn og flokkast því sem símat sem síðan er hluti af leiðsagnarmati. Þá eru einnig verkefni og vinnubækur nemenda metnar.



H ö n n u n  o g  s m í ð i
Markmið:        
  • Geti nýtt sér mismunandi efnivið í smíðagripi.
  • Geti valið og notað yfirborðsefni við hæfi verkefna sinna.
  • Geri sér grein fyrir hugtakinu tækni.
  • Geti sett útlitshönnun í samband við notkunarsvið hlutar.
  • Vinni hluti til heimilisnota úr ferskum trjávið.
  • Geti unnið í hópi að þarfalausnum.
  • Móti smíðagrip eftir smekk og viðhorfum.
  • Sýni ábyrga umgengni og fari eftir almennum reglum í smíðastofunni.
  • Hafi þroskað með sér gæðamat.      
      
Kennslutilhögun:
Verkleg kennsla í smíðastofu.
 
Heimanám:
Ekki fyrirhugað.
 
Námsmat:
Námsmat verður byggt á ástundun og hegðun í tímum, vinnubrögðum og vandvirkni.  Tekið er tillit til sjálfsmats nemenda.  Námsmat fer fram jafnt og þétt allan veturinn og flokkast því sem símat. Þá eru einnig verkefni nemenda metin.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.