Námskrávefur grunnskóladeildar
Auðarskóli
  • Forsíða
  • Námsvísar
    • Viðmiðunarstundarskrá
    • Yngsta stig >
      • Íslenska (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. b.
      • Erlend tungumál (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1. - 4. b.
      • List- og verkgreinar (y) >
        • Megintilgangur
        • Listgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 1. - 4. b.
        • Verkgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 1.- 4. b.
      • Náttúrufræðigreinar (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.-4. b
      • Skólaíþróttir (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
      • Samfélagsgreinar (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
      • Stærðfræði (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
      • Upplýsinga- og tæknimennt (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
    • Miðstig >
      • Íslenska (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5. - 7. b
      • Erlend tungumál (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5. - 7. b.
      • List- og verkgreinar (m) >
        • Megintilgangur
        • Listgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 5. - 7. b.
        • Verkgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 5. - 7. b.
      • Náttúrufræðigreinar (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.-7. b
      • Skólaíþróttir (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. árgangur
      • Samfélagsgreinar (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. árgangur
      • Stærðfræði (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. b
      • Upplýsinga og tæknimennt (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. árgangur
    • Efsta stig >
      • Íslenska (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8. - 10. b
      • Erlend tungumál (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8. - 10. b.
      • List- og verkgreinar (e) >
        • Megintilgangur
        • Listgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 8. - 10. b.
        • Verkgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 8. - 10. b.
      • Náttúrufræði (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.-10. b
      • Skólaíþróttir (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. b
      • Samfélagsgreinar (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. árgangur
      • Stærðfræði (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. b
      • Upplýsinga- og tæknimennt (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. árgangur
  • Námsmat
    • Leiðarljós í námsmati
    • Leiðsagnarmat
    • Nemenda- og foreldraviðtöl
  • Lykilhæfni
    • Lykilhæfni í Auðarskóla
    • Hæfniviðmið fyrir lykilhæfni
  • Grunnþættirnir
    • Læsi
    • Heilbrigði og velferð
    • Lýðræði og mannréttindi
    • Jafnrétti
    • Sjálfbærni
    • Sköpun

Hæfnimarkmið í stærðfræði á yngsta stigi






Að geta spurt og svarað með stærðfræði
í lok 4. bekkjar
Að nemandi geti:
tjáð sig um stærðfræði, útskýrt hugsun sína um hana fyrir öðrum, leitað lausna og
sett þær fram á fjölbreyttan hátt með því að beita skapandi hugsun, ígrundun
og rökstuðningi og fylgt rökstuðningi jafningja.

• tekið þátt í samræðum um spurningar og svör sem eru einkennandi fyrir
  stærðfræði,
• leyst stærðfræðiþrautir sem gefa tækifæri til að beita innsæi, notað áþreifanlega
  hluti og eigin skýringamyndir,
• sett fram, meðhöndlað og túlkað einföld reiknilíkön, talnalínur, teikningar og
  myndrit sem tengjast umhverfi hans og daglegu lífi,
• rökrætt af innsæi um stærðfræðiverkefni sem tengjast eigin reynsluheimi,
  rökstutt niðurstöður sínar, val á lausnaleiðum og fylgt röksemdafærslu annarra.




Að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar
í lok 4. bekkjar
Að nemandi geti:
notað hugtök og táknmál úr stærðfræði og hentug verkfæri, þar með talin
hlutbundin gögn, reiknirit, talnalínu, vasareikna og tölvur til rannsókna og samræðu um stærðfræðileg viðfangsefni,

• notað myndmál, frásögn og texta jafnhliða táknmáli stærðfræðinnar og unnið
  með innbyrðis tengsl þeirra,
• túlkað og notað einföld stærðfræðitákn, þar með talið tölur og aðgerðamerki og
  tengt þau við daglegt mál,
• tekið þátt í samræðum um stærðfræðileg verkefni,
• notað hentug verkfæri, þar með talin hlutbundin gögn, reiknirit, talnalínu,
  vasareikna og tölvur, til rannsókna á stærðfræðilegum viðfangsefnum.








Vinnubrögð og beyting stærðfræðinnar
í lok 4. bekkjar
Að nemandi geti:
unnið einn og í samvinnu við aðra að því að rannsaka, greina, túlka, setja fram
tilgátur og finna lausnir á viðfangsefnum, sem tengjast daglegu lífi með
fjölbreyttum aðferðum og kynnt niðurstöður sínar, lesið og lagt mat á einfaldan
stærðfræðitexta,

• tekið þátt í að þróa fjölbreyttar lausnaleiðir, með því m.a. að nota hlutbundin
  gögn og teikningar,
• kannað og rannsakað með því að setja fram tilgátur og gera tilraunir með
  áþreifanlegum gögnum,
• lesið og rætt um einfaldar upplýsingar, þar sem stærðfræðihugtök eru notuð,
• undirbúið og flutt stuttar kynningar á eigin vinnu með stærðfræði,
• unnið í samvinnu við aðra að lausnum stærðfræðiverkefna, þar sem byggt er á
  hugmyndum nemenda,
• notað stærðfræði til að finna lausnir á verkefnum sem takast þarf á við í
  daglegu lífi og gerir sér grein fyrir verðgildi peninga,
• borið skynbragð á hvaða möguleikar og takmörk stærðfræðinnar eru til að lýsa
  veruleikanum.






Tölur og reikningur
í lok 4. bekkjar
Að nemandi geti:
skráð fjölda og reiknað með náttúrlegum tölum, tekið þátt í að þróa lausnaleiðir við útreikninga og skráð svör sín með tugakerfisrithætti,
• notað náttúrlegar tölur, raðað þeim og borið saman,
• notað tugakerfisrithátt,
• reiknað með náttúrlegum tölum á hlutbundinn og óhlutbundinn hátt,
• tekið þátt í að þróa hentugar aðferðir sem byggja á eigin skilningi við að
  reiknasamlagningar-, frádráttar-, margföldunar- og deilingardæmi,
• leyst viðfangsefni sem sprottin eru úr daglegu lífi og umhverfi, með
  hugarreikningi, vasareikni, tölvuforritum og skriflegum útreikningum,
• gefið dæmi um og sýnt hvernig einföld brot og hlutföll eru notuð í daglegu
  lífi.





Algebra
í lok 4. bekkjar
Að nemandi geti:
kannað, búið til og tjáð sig um reglur í mynstrum á fjölbreyttan hátt og leyst
einfaldar jöfnur,

• kannað, búið til og tjáð sig um reglur í talnamynstrum og öðrum mynstrum á
  fjölbreyttan hátt og spáð fyrir um framhald mynsturs, t.d. með því að nota
  líkön og hluti,
• notað táknmál stærðfræðinnar til að meta sanngildi og tjá vensl eins og
  jöfnuð og röð,
• fundið lausnir á jöfnum með óformlegum aðferðum og rökstutt lausnir sínar,
  t.d. með því að nota áþreifanlega hluti.







Rúmfræði og mælingar
í lok 4. bekkjar
Að nemandi geti:
notað og rannsakað hugtök úr rúmfræði, unnið með rúmfræðilegar færslur,
búið til líkön og teiknað skýringarmyndir, áætlað og mælt ólíka mælieiginleika með stöðluðum og óstöðluðum mælieiningum,

• notað hugtök úr rúmfræði, s.s. um form, stærðir og staðsetningu til að tala
  um hluti og fyrirbrigði í daglegu lífi og umhverfi sínu,
• gert óformlegar rannsóknir á tví- og þrívíðum formum, teiknað
  skýringarmyndir af þeim og hlutum í umhverfi sínu,
• unnið með mælikvarða og lögun,
• áætlað og mælt ólíka mælieiginleika, s.s. lengd, flöt, rými, þyngd, tíma og
  hitastig með óstöðluðum og stöðluðum mælitækjum og notað viðeigandi
  mælikvarða,
• rannsakað og gert tilraunir með rúmfræði á einfaldan hátt með því að nota
  tölvur og hlutbundin gögn,
• speglað og hliðrað flatarmyndum við rannsóknir á mynstrum sem þekja
  flötinn,
• borið saman niðurstöður mismunandi mælinga og túlkað niðurstöður sínar.





Tölfræði og líkindi
í lok 4. bekkjar
Að nemandi geti:
gert rannsóknir á umhverfi sínu, unnið og lesið úr niðurstöðum sínum, sett upp í einföld myndrit, tekið þátt í umræðum um gagnasöfnun,tilviljanir og líkur og gert einfaldar tilraunir með líkur,
• safnað gögnum í umhverfi sínu og um eigið áhugasvið,
• talið, flokkað og skráð, lesið úr niðurstöðum sínum og sett upp í einföld
   myndrit,
• tekið þátt í umræðum um gagnasöfnun og myndrit, bæði eigin og annarra,
• tekið þátt í umræðum um tilviljanir og líkur, s.s. hvað er líklegt að muni gerast og hvað er tilviljunum háð,
• gert einfaldar tilraunir með líkur og borið skynbragð á áhrif þeirra í spilum.

Powered by Create your own unique website with customizable templates.