Námskrávefur grunnskóladeildar
Auðarskóli
  • Forsíða
  • Námsvísar
    • Viðmiðunarstundarskrá
    • Yngsta stig >
      • Íslenska (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. b.
      • Erlend tungumál (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1. - 4. b.
      • List- og verkgreinar (y) >
        • Megintilgangur
        • Listgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 1. - 4. b.
        • Verkgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 1.- 4. b.
      • Náttúrufræðigreinar (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.-4. b
      • Skólaíþróttir (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
      • Samfélagsgreinar (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
      • Stærðfræði (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
      • Upplýsinga- og tæknimennt (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
    • Miðstig >
      • Íslenska (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5. - 7. b
      • Erlend tungumál (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5. - 7. b.
      • List- og verkgreinar (m) >
        • Megintilgangur
        • Listgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 5. - 7. b.
        • Verkgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 5. - 7. b.
      • Náttúrufræðigreinar (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.-7. b
      • Skólaíþróttir (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. árgangur
      • Samfélagsgreinar (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. árgangur
      • Stærðfræði (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. b
      • Upplýsinga og tæknimennt (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. árgangur
    • Efsta stig >
      • Íslenska (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8. - 10. b
      • Erlend tungumál (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8. - 10. b.
      • List- og verkgreinar (e) >
        • Megintilgangur
        • Listgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 8. - 10. b.
        • Verkgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 8. - 10. b.
      • Náttúrufræði (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.-10. b
      • Skólaíþróttir (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. b
      • Samfélagsgreinar (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. árgangur
      • Stærðfræði (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. b
      • Upplýsinga- og tæknimennt (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. árgangur
  • Námsmat
    • Leiðarljós í námsmati
    • Leiðsagnarmat
    • Nemenda- og foreldraviðtöl
  • Lykilhæfni
    • Lykilhæfni í Auðarskóla
    • Hæfniviðmið fyrir lykilhæfni
  • Grunnþættirnir
    • Læsi
    • Heilbrigði og velferð
    • Lýðræði og mannréttindi
    • Jafnrétti
    • Sjálfbærni
    • Sköpun

Námsframvinda í stærðfræði á yngsta stigi

Áætluð árleg námsframvinda í stærðfræði  með markmiðum, viðfangsefnum,  og kennslutilhögun fyrir 1. - 4. námsár skólans 

Fyrsta námsár
Uppfært í september 2021
Markmið:
  • Að nemandi þrói með sér hugmyndir stærðfræðinnar.
  • Að nemandi þekki og geti skrifað tölur og tákn stærðfræðinnar (s.s. tölustafi, plús, mínus, minna en, meira en, jafnt og).
  • Að nemandi geti flokkað, skráð fjölda (tölur upp í 20) og reiknað með náttúrulegum tölum á hlutbundinn og óhlutbundinn hátt og taki þátt í að þróa lausnaleiðir við útreikninga.
  • Að nemandi þekki algengustu rúmfræðiformin og geti notað hugtök til að lýsa staðsetningu t.d. fyrir ofan, fyrir neðan, fyrir aftan, fyrir framan o.s.frv., geti borið saman lengdir á hlutbundinn hátt og læri hugtök sem varða tíma og tímasetningar.
  • Að nemandi læri að rannsaka, framkvæma og tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stærðfræðina.
Námsefni: Sproti 1 A og B, nemendabækur og æfingahefti. Stærðfræðispæjarar, ýmis verkefni og hlutbundin kennslugögn við hæfi hvers og eins.

Kennslutilhögun: Námið byggir á reynslu og þekkingu nemenda og miðar að því að auka skilning og leikni með stærðfræðileg viðfangsefni. Aðaláhersla er á vinnu í tengslum við grunnbækurnar, Sprota, bæði í hópvinnu og einstaklingsmiðuðu námi. Nemendur verða þjálfaðir í að nýta hugtök stærðfræðinnar og tjá sig um niðurstöður sínar munnlega, skriflega og með áþreifanlegum hlutum. 

Heimanám: Lítil áhersla er lögð á heimanám en bækur eru sendar heim vikulega svo foreldrum gefist tækifæri til að fylgjast með vinnunni. Æfingaheftin eru þó kjörin til heimavinnu fyrir áhugasama.
​
Námsmat:  Vinna og verkefni nemenda verða metin jafnt og þétt.
Nánari upplýsingar má finna á mentor.is.

Annað námsár
Uppfært í september 2021
Unnið er eftir metanlegum hæfniviðmiðum við lok 4. bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla. Á mentor.is eru lotur fyrir námsgreinarnar. Undir hverri lotu eru verkefni og skráð er á verkefnið hvaða viðmiðum er unnið að hverju sinni og eins hvernig nemanda gengur að ná viðmiðunum.

Markmið:
  • Að nemendur öðlist skilning á því efni sem fjallað er um með því að tengja nýja þætti áður fenginni reynslu og þeim hugtökum sem þeir hafa á valdi sínu.
  • Að nemendur þekki til hlítar tölurnar upp í tíu, þjálfist í að vinna með tölur upp í 100, átti sig á einingum og tugum, geti notfært sér þessa skiptingu og fundið ýmsar reikningsaðferðir til að leggja saman og draga frá með tveggja stafa tölum.
  • Að nemendur þjálfist í að rannsaka, setja fram tilgátur og finna lausnir á viðfangsefnum, sem tengjast daglegu lífi. Temji sér fjölbreytt vinnubrögð og geti rökstutt niðurstöður sínar munnlega, skriflega eða á hlutbundinn hátt.
  • Að nemandi þrói með sér hugmyndir stærðfræðinnar.
Námsefni:  Sproti 2 A og B, nemendabækur og æfingahefti, Stærðfræðispæjarar, ýmis verkefni og hlutbundin kennslugögn við hæfi hvers og eins.

Kennslutilhögun: Námið byggir á reynslu og þekkingu nemenda og miðar að því að auka skilning og leikni með stærðfræðileg viðfangsefni. Aðaláhersla er á vinnu í tengslum við grunnbækurnar, Sprota, bæði í hópvinnu og einstaklingsmiðuðu námi. Nemendur verða þjálfaðir í að nýta hugtök stærðfræðinnar og tjá sig um niðurstöður sínar munnlega, skriflega og með áþreifanlegum hlutum.

Heimanám:  Lítil áhersla er lögð á heimanám en unnið eftir áætlunun og bækur sendar heim vikulega svo foreldrum gefist tækifæri til að fylgjast með vinnunni og unnið með börnunum sínum.

Námsmat:  Vinna og verkefni nemenda verða metin jafnt og þétt, kaflapróf eru í lok hvers kafla, auk þess verða lögð fyrir miðsvetrar- og vorpróf. 

Þriðja námsár
Uppfært í september  2021
Unnið er eftir metnalegum hæfniviðmiðum við lok 4. bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla. Á Mentor (mentor.is) eru lotur fyrir námsgreinarnar. Undir hverri lotu eru verkefni og skráð er á verkefnið hvaða viðmiðum er unnið að hverju sinni og eins hvernig nemanda gengur að ná viðmiðum.

Markmið:

Að nemendur:
  • Talnaskilningur;  geti lesið, skrifað og borið saman tölur upp í 1000, átti sig á stærð talna, einingasæti, tugasæti, hundraðasæti, raðtalningu s.s. 10,20,30......, og 5, 10, 15 o.s.frv., summu og mismun, oddatölum og sléttum tölum.
  • Reikningsaðgerðirnar; samlagning, frádráttur, margföldun og deiling. Geri sér grein fyrir hvenær nota skal viðkomandi aðgerð.
  • Tímamælingar; læri á klukku og geti skráð tímasetningar, bæði á hefðbundinn og stafrænan hátt.
  • Form; rétthyrningur, ferhyrningur, ferningur, þríhyrningur, hringur, trapisa, mynstur. Þekki og skoði form í nánasta umhverfi.
  • Mælingar; flatarmál, ummál, rúmmál, mælieiningar fyrir lengd, þyngd og vökva s.s. km, m, cm, kg, g og lítri. Leggi mat á hvaða mælieiningar eru heppilegar til að mæla tiltekna hluti.
  • Þrautalausnir; orðadæmi, stærðfræðisögur. Geti leyst stærðfræðiþrautir sem gefa tækifæri til að beita  innsæi, notað áþreifanlega hluti og  eigin skýringarmyndir, geti rökstutt sínar niðurstöður og fylgt röksemdarfærslu annarra.
  • Algebra og mynstur; talnamynstur, mynsturgerð, jöfnur. Geti lýst og haldið áfram með talnarunur/talnamynstur.
  • Myndrit; lesi upplýsingar úr myndritum og búi til myndrit, súlurit, töflur, skífurit.
  • Almenn brot; geti skilið einföld almenn brot sem hluta af heild.

Námsefni: Sproti 3 A og B, nemendabækur og æfingahefti, ýmis verkefni og hlutbundin kennslugögn við hæfi hvers og eins. 

Kennslutilhögun: Námið byggir á reynslu og þekkingu nemenda og miðar að því að auka skilning og leikni með stærðfræðileg viðfangsefni. Aðaláhersla er á vinnu í tengslum við grunnbækurnar, Sprota, bæði í hópvinnu og einstaklingsmiðuðu námi. Nemendur verða þjálfaðir í að nýta hugtök stærðfræðinnar og tjá sig um niðurstöður sínar munnlega, skriflega og með áþreifanlegum hlutum.

Heimanám: Heimanám er unnið eftir áætlunum í æfingabókum Sprota. Foreldrum gefst tækifæri til að fylgjast með vinnunni.
​
Námsmat: Vinna og verkefni nemenda verða metin jafnt og þétt, kaflapróf eru í lok hvers kafla, auk þess verða lögð fyrir miðsvetrar- og vorpróf.

Unnið er eftir metanlegum hæfniviðmiðum við lok 4. bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla
Á Mentor eru lotur fyrir námsgreinarnar. Undir hverri lotu eru verkefni og skráð er á verkefnið hvaða viðmiðum er unnið að hverju sinni og eins hvernig nemanda gengur að ná viðmiðunum.

Fjórða námsár
Uppfært í september 2021
Unnið er eftir metnalegum hæfniviðmiðum við lok 4. bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla. Á Mentor (mentor.is) eru lotur fyrir námsgreinarnar. Undir hverri lotu eru verkefni og skráð er á verkefnið hvaða viðmiðum er unnið að hverju sinni og eins hvernig nemanda gengur að ná viðmiðum.

Markmið:

Að nemendur:
  • Talnaskilningur; geti lesið, skrifað og borið saman tölur upp í 10.000, þekki sætiskerfið og geti skipt tölum í einingar, tugi, hundruð og þúsund, þekki negatívar tölur.
  • Reikniaðgerðirnar; geti leyst samlagningar- og frádráttardæmi með þriggja stafa tölum, kunni margföldunartöflurnar og geti notað þær til að leysa margföldunar- og deilingardæmi. 
  • Tímamælingar; geti lesið tímasetningar, bæði af hefðbundinni klukkuskífu og stafrænni klukku og geti mælt tímann og áætlað mismunandi tímalengdir.
  • Form; þekki og geti lýst einkennum hringja og marghyrninga, þekki spegilsamhverfu, geti búið til og lýst einföldum mynstrum með því að endurtaka eða hliðra formi, geti lýst staðsetningu og hreyfingu í rúðuneti og staðsett reiti eða punkta í hnitakerfi.
  • Mælingar; flatarmál, ummál, rúmmál, mælieiningar fyrir lengd, þyngd og vökva s.s. km, m, cm, kg, g og lítri. Leggi mat á hvaða mælieiningar eru heppilegar til að mæla tiltekna hluti og geti breytt úr einni mælieiningu í aðra, úr desilítra í lítra o.s.frv..
  • Þrautalausnir; orðadæmi, stærðfræðisögur. Geti leyst stærðfræðiþrautir sem gefa tækifæri til að beita  innsæi, notað áþreifanlega hluti og  eigin skýringarmyndir, geti rökstutt sínar niðurstöður og fylgt röksemdarfærslu annarra.
  • Algebra og mynstur; talnamynstur, mynsturgerð, jöfnur. Geti kannað, lýst og haldið áfram með einfalt talnamynstur eða talnarunu, sem ýmist hækkar eða lækkar um jafn mikið með hverri tölu, einnig með tíundu hlutum og brotum og geti notað vasareikna til að kanna talnamynstur.
  • Myndrit; lesi upplýsingar úr myndritum og búi til myndrit, súlurit, töflur, skífurit.
  • Almenn brot; skilji almenn brot sem hluta af heild, þekki hugtökin teljara og nefnara og geti borið saman einföld brot.

Námsefni: Sproti 4 A og B, nemendabækur og æfingahefti, ýmis verkefni og hlutbundin kennslugögn við hæfi hvers og eins.

Kennslutilhögun:  Námið byggir á reynslu og þekkingu nemenda og miðar að því að auka skilning og leikni með stærðfræðileg viðfangsefni. Aðaláhersla er á vinnu í tengslum við grunnbækurnar, Sprota, bæði í hópvinnu og einstaklingsmiðuðu námi. Nemendur verða þjálfaðir í að nýta hugtök stærðfræðinnar og tjá sig um niðurstöður sínar munnlega, skriflega og með áþreifanlegum hlutum. 

Heimanám: Heimanám er unnið eftir áætlunum í æfingabókum Sprota. Foreldrum gefst tækifæri til að fylgjast með vinnunni.

Námsmat: Vinna og verkefni nemenda verða metin jafnt og þétt, kaflapróf eru lok hvers kafla, auk þess verða lögð fyrir miðsvetrar- og vorpróf.

Unnið er eftir metanlegum hæfniviðmiðum við lok 4. bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla
Á Mentor eru lotur fyrir námsgreinarnar. Undir hverri lotu eru verkefni og skráð er á verkefnið hvaða viðmiðum er unnið að hverju sinni og eins hvernig nemanda gengur að ná viðmiðunum.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.