Námskrávefur grunnskóladeildar
Auðarskóli
  • Forsíða
  • Námsvísar
    • Viðmiðunarstundarskrá
    • Yngsta stig >
      • Íslenska (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. b.
      • Erlend tungumál (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1. - 4. b.
      • List- og verkgreinar (y) >
        • Megintilgangur
        • Listgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 1. - 4. b.
        • Verkgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 1.- 4. b.
      • Náttúrufræðigreinar (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.-4. b
      • Skólaíþróttir (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
      • Samfélagsgreinar (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
      • Stærðfræði (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
      • Upplýsinga- og tæknimennt (y) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 1.- 4. árgangur
    • Miðstig >
      • Íslenska (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5. - 7. b
      • Erlend tungumál (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5. - 7. b.
      • List- og verkgreinar (m) >
        • Megintilgangur
        • Listgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 5. - 7. b.
        • Verkgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 5. - 7. b.
      • Náttúrufræðigreinar (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.-7. b
      • Skólaíþróttir (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. árgangur
      • Samfélagsgreinar (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. árgangur
      • Stærðfræði (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. b
      • Upplýsinga og tæknimennt (m) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 5.- 7. árgangur
    • Efsta stig >
      • Íslenska (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8. - 10. b
      • Erlend tungumál (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8. - 10. b.
      • List- og verkgreinar (e) >
        • Megintilgangur
        • Listgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 8. - 10. b.
        • Verkgreinar >
          • Hæfnimarkmið
          • Námsframvinda 8. - 10. b.
      • Náttúrufræði (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.-10. b
      • Skólaíþróttir (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. b
      • Samfélagsgreinar (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. árgangur
      • Stærðfræði (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. b
      • Upplýsinga- og tæknimennt (e) >
        • Megintilgangur
        • Hæfnimarkmið
        • Námsframvinda 8.- 10. árgangur
  • Námsmat
    • Leiðarljós í námsmati
    • Leiðsagnarmat
    • Nemenda- og foreldraviðtöl
  • Lykilhæfni
    • Lykilhæfni í Auðarskóla
    • Hæfniviðmið fyrir lykilhæfni
  • Grunnþættirnir
    • Læsi
    • Heilbrigði og velferð
    • Lýðræði og mannréttindi
    • Jafnrétti
    • Sjálfbærni
    • Sköpun

Hæfniviðmið fyrir lykilhæfni


Tjáning og miðlun

Við lok 4. bekkjar geti nemandi:

• tjáð hugsanir og skoðanir sínar og sett        þær fram á viðeigandi hátt,
• hlustað eftir upplýsingum og rökum í
  samræðum,
• lagað tjáningu sína að viðmælendum og
  notað algengan orðaforða sem tengist
  umfjöllunarefni hverju sinni,
• gert grein fyrir hugsunum sínum,
  skoðunum og þekkingu á þann hátt sem
  við á hverju sinni.

Við lok 7. bekkjar geti nemandi:

• tjáð hugsanir sínar og tilfinningar  með  
  skipulegum hætti og á viðeigandi hátt
  með ýmsum miðlum,
• hlustað eftir rökum og upplýsingum í
  samræðum og byggt upp röksemdafærslu
  í máli sínu og tekið tillit til ólíkra
  sjónarmiða,
• tekið mið af og lagað framsetningu að
  kröfum eða þörfum viðmælenda og notað
  viðeigandi hugtök og orðaforða sem
  tengist umfjöllunarefni hverju sinni,
• gert grein fyrir og miðlað af þekkingu
  sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og
  tilfinningum á þann hátt sem við á hverju
  sinni.


Við lok 10. bekkjar geti nemandi:

• tjáð hugsanir sínar, hugmyndir  og  
  tilfinningar á skipulegan, skýran og
  viðeigandi hátt,
• brugðist með rökum við upplýsingum og
  hugmyndum á margvíslegu formi, einnig
  getað tekið þátt í rökræðum um
  viðfangsefni  og  rökstutt mál sitt af
  yfirvegun og tekið tillit til  ólíkra
  sjónarmiða,
• rætt á viðeigandi og skýran hátt um
   málefni þannig að áhugi viðmælenda sé
   vakinn,
• notað orðaforða á fjölbreyttan
  hátt og viðeigandi hugtök sem tengjast
  margskonar umfjöllunarefni,
• nýtt fjölbreyttar aðferðir við að miðla
  þekkingu sinni og leikni, skoðunum,
  hugsunum og tilfinningum á skipulegan
  og skýran hátt sem við á hverju sinni.

Skapandi og gagnrýnin hugsun

Við lok 4. bekkjar geti nemandi:

• skipulagt efnistök og aðferðir við úrlausn
  verkefna,
• tekið þátt í að skilgreina viðmið um
  árangur,
• gert sér grein fyrir að iðulega er hægt að
  komast að fleiri en einni niðurstöðu við
  úrlausn verkefna og að læra má af
  mistökum og nýta það á skapandi hátt,
• greint milli staðreynda og skoðana,
• endurskoðað úrlausn viðfangsefna út frá
  mismunandi sjónarhornum á skapandi
  hátt.

Við lok 7. bekkjar geti nemandi:

• spurt spurninga og sett fram áætlun um
  efnistök og úrlausn verkefna,
• skilgreint viðmið um árangur,
• lært af mistökum og nýtt sér óvæntar
  niðurstöður við lausn verkefna með
  skapandi hætti,
• áttað sig á mismunandi túlkunum og
  greint milli staðreynda og skoðana með
  rökum,
• vegið og metið hvort aðferð við
  verkefnavinnu hafi borið árangur og tekið
  þátt í mótun og miðlun viðfangsefna á
  skapandi hátt.

Við lok 10. bekkjar geti nemandi:

• spurt rannsakandi spurninga, skipulagt
  eigin áætlun og endurskoðað ferli við
  efnistök og úrvinnslu verkefna,
• skilgreint og rökstutt viðmið um árangur,
• verið óhræddur að nýta sér mistök og
  óvæntar niðurstöður á gagnrýninn og
  skapandi hátt og séð í þeim nýja
  möguleika,
• tekið upplýsta afstöðu til gagna og
  upplýsinga, dregið ályktanir og skapað
  eigin merkingu,
• beitt mismunandi sjónarhornum,
  gagnrýninni hugsun við mótun og miðlun
  viðfangsefna á skapandi hátt.

Sjálfstæði og samvinna

Við lok 4. bekkjar geti nemandi:

• unnið eftir fyrirmælum og borið ábyrgð á
  eigin verkefnum og vinnubrögðum
  þegar við á,
• gert sér grein fyrir styrkleikum sínum,
• unnið með öðrum að skipulögðum
  verkefnum sem tengjast námi og
  félagsstarfi innan skóla,
• gert sér grein fyrir eigin hlutverki í
  samstarfi,
• tekið jákvæðan þátt í leik og starfi í
  skólasamfélagi sínu,
• tekið leiðsögn á jákvæðan hátt.

Við lok 7. bekkjar geti nemandi:

• gert sér grein fyrir til hvers er ætlast í 
  námi og skólastarfi og hagað námi sínu
  og störfum í samræmi við það,
• gert sér grein fyrir styrkleikum sínum með
  það að markmiði að efla og byggja upp
  sjálfsmynd sína,
• unnið með öðrum og lagt sitt af mörkum í
  samstarfi sem tengist námi og félagsstarfi
  innan skóla,
• gert sér grein fyrir eigin hlutverki í
  samstarfi og tekið þátt í að útfæra leiðir
  að sameiginlegum markmiðum,
• haft á virkan hátt áhrif á skólasamfélag
  sitt með þátttöku í leik og starfi,
• tekið leiðsögn og uppbyggilegri
  gagnrýni á jákvæðan hátt.

Við lok 10. bekkjar geti nemandi:

• tekið frumkvæði í námi sínu og verið
  sjálfstæður og ábyrgur í vinnubrögðum,
• gert sér grein fyrir hvernig hann nýtir
  styrkleika sína og hefur skýra sjálfsmynd,
• unnið með öðrum og tekið á jákvæðan
  hátt þátt í samskiptum og lagt sitt af
  mörkum í uppbyggilegu samstarfi sem
  tengist námi og félagsstarfi innan skóla,
• verið leiðandi í samstarfi og borið ábyrgð
  í útfærslu leiða að sameiginlegum
  markmiðum,
• nýtt hæfni sína til að vera virkur og
  ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi,
• tekið leiðsögn og gagnrýni á
  uppbyggilegan hátt og einnig sett eigin
  gagnrýni uppbyggilega fram.

Upplýsinganotkun

Við lok 4. bekkjar geti nemandi:

• leitað sér upplýsinga í námi í ólíkum
  miðlum,
• notað miðla nokkuð sjálfstætt við
  nýsköpun, hugmyndavinnu og kynningu
  efnis,
• sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga og
  verið meðvitaður um gildi ábyrgrar
  netnotkunar.

Við lok 7. bekkjar geti nemandi:

• notað margvíslegar upplýsingaveitur
  og hjálpartæki við öflun upplýsinga og til
  stuðnings við nám,
• notað ýmsa ólíka miðla við nýsköpun,
  þróun og framsetningu upplýsinga og
  hugmynda,
• sýnt ábyrgð í meðferð og dreifingu
  upplýsinga hvort sem er til persónulegra
  nota eða verkefnavinnu og nýtt rafrænar
  leiðir og samskiptamiðla af ábyrgð.

Við lok 10. bekkjar geti nemandi:

• nýtt fjölbreytta miðla og hjálpartæki á
  ábyrgan hátt við að leita upplýsinga og til
  stuðnings í námi sínu,
• notað á sjálfstæðan hátt  og í samvinnu
  með öðrum fjölbreytta miðla við skipulag,
  nýsköpun og þróun og framsetningu
  upplýsinga og hugmynda,
• sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga og
  heimilda og verið meðvitaður um
  siðferðislegt gildi ábyrgrar netnotkunar
  og jafnframt tekið ábyrgð á eigin
  samskiptum á neti og netmiðlum.

Ábyrgð og námsvitund

Við lok 4. bekkjar geti nemandi:

• gert sér grein fyrir styrkleikum sínum og
  hvar hann getur gert betur í námi,
• sett sér með aðstoð markmið í námi,
• tekið þátt í að skipuleggja eigið nám með
  hliðsjón af hæfniviðmiðum aðalnámskrár.

Við lok 7. bekkjar geti nemandi:

• gert sér grein fyrir styrkleikum sínum og
  hvernig hann getur nýtt sér það í námi,
• sett sér markmið í námi og unnið eftir
  þeim,
• skipulagt eigið nám með hliðsjón af
  hæfniviðmiðum aðalnámskrár.

Við lok 10. bekkjar geti nemandi:

• gert sér grein fyrir hvernig hann getur
  hagnýtt sterkar hliðar sínar á skapandi
  hátt í námi og haft skýra sjálfsmynd,
• sett sér raunhæf markmið um
  frammistöðu og framvindu eigin náms,
  unnið eftir þeim og lagt mat á hvernig til
  hefur tekist,
• skipulagt og borið ábyrgð á eigin námi
  með hliðsjón af hæfniviðmiðum
  aðalnámskrár, skipulagt og endurskoðað
  með tilliti til mats á árangri.

Þrautseigja

Powered by Create your own unique website with customizable templates.